Fótbolti

Kolbeinn fór í aðgerð á hné

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn við komuna til Tyrklands.
Kolbeinn við komuna til Tyrklands. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Galatasaray og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gekkst undir aðgerð á vinstra hné í kvöld.

Á Twitter-síðu Galatasaray er greint frá því að ástandið á honum sé gott og að hann megi líklega fara heim af spítalanum á morgun.

Óvíst er hversu lengi Kolbeinn verður frá keppni, en hann gekk í raðir Galatasaray á láni frá Nice á dögunum.

Hann var því ekki með íslenska landsliðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu á útivelli í fyrsta leik undankeppni HM sem verður haldinn í Rússlandi 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×