Innlent

Brynjólfur sækist eftir fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjólfur Magnússon.
Brynjólfur Magnússon.
Brynjólfur Magnússon sækist eftir fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Brynjólfur er 28 ára lögfræðingur, fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn.

Í tilkynningu frá Brynjólfi kemur fram að hann hafi sinnt ýmsum störfum frá unga aldri, meðal annars fiskvinnslu-, þjónustu- og skrifstofustörfum. Hann starfar nú sem sérfræðingur hjá Landsbankanum.

„Ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla tíð verið virkur í hvers kyns félagsstörfum.

Suðurkjördæmi er ríkt af náttúruauðlindum enda stærsta og víðfeðmasta kjördæmið á landinu en í því felast mýmörg tækifæri. Ég legg á það mikla áherslu að við í kjördæminu horfum til framtíðar og nýtum betur öll þau fjölmörgu tækifæri sem til staðar eru,“ segir í tilkynningunni sem má sjá í heild sinni í viðhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×