Sport

Phelps sló 2.168 ára gamalt met

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phelps með fjórða gullið á ÓL í Ríó og það 22. annað á ferlinum. Það er auðvitað ruglað.
Phelps með fjórða gullið á ÓL í Ríó og það 22. annað á ferlinum. Það er auðvitað ruglað. vísir/getty
Ef það var einhver vafi á því hver væri besti keppandi á Ólympíuleikunum frá upphafi þá drukknaði sá vafi í lauginni í Ríó í nótt.

Þá krækti Michael Phelps í gullverðlaun númer 22 á ferlinum með yfirburðasigri í 200 metra fjórsundi. Sundinu var stillt upp sem lokaeinvígi Phelps og vinar hans, Ryan Lochte, en Lochte fann sig engan veginn og endaði í fimmta sæti.

Phelps er fyrir löngu orðinn sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna með 25 verðlaun í heildina. Er hann vann gull númer 21 þá var hann aftur á móti að jafna met sem var sett 164 árum fyrir komu Krists.

Sjá einnig: Phelps vann 200 metra fjórsundið á fjórðu leikunum í röð

Met sem hafa staðið svo lengi falla venjulega ekki en Phelps er enginn venjulegur íþróttamaður eins og hann hefur margsannað.

Þessi ótrúlegi íþróttamaður á eitt sund eftir á Ólympíuferli sínum og gæti þar krækt í sín 23. gullverðlaun. Líkurnar á að honum takist það verða að teljast nokkuð góðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×