Innlent

Ellefu í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Birta Svavarsdóttir skrifar
Ellefu gefa kost á sér í forvali um sex efstu sætin á lista Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, alls fjórar konur og sjö karlar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinstri Grænum.

Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og kjörskrá verður lokað 21. ágúst.  Forvalið mun fara fram í póstkosningu á dögunum 31 ágúst – 5. September. Opinn kynningarfundur frambjóðenda verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi. Fundurinn verður einnig sendur út á netinu.

Frambjóðendur eru:

Berghildur Pálmadóttir, Grundarfirði í 6.-8. sæti

Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi í 4.-5. sæti

Bjarni Jónsson, Sauðárkróki í 1. sæti

Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Blönduósi í 3.-5. sæti

Hjördís Pálsdóttir, Stykkishólmi í 5.-7. sæti

Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði í 3.-6. sæti

Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi í 1.-2. sæti

Lilja Rafney Magnúsdóttir , Suðureyri í 1. sæti

Reynir Eyvindsson, Akranesi í 2.-6 sæti

Rúnar Gíslason, Borgarnesi í 1.-3. sæti

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum í 4.-6. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×