Innlent

Vilhjálmur býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna

Atli Ísleifsson skrifar
Vilhjálmur Árnason hefur setið á þingi síðan 2013.
Vilhjálmur Árnason hefur setið á þingi síðan 2013. Vísir/Anton Brink
Vilhjálmur Árnason alþingismaður hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram í í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Hann hefur setið á þingi síðan 2013.

Vilhjálmur segir í tilkynningu að það hafi verið ánægjulegt og lærdómsríkt að sitja á Alþingi síðastliðin þrjú ár en þar hefi hann fengið að kynnast og koma að fjölmörgum mikilvægum málum.

„Þar ber helst að nefna þau mál sem tengjast þingnefndunum tveimur sem ég hef átt sæti í undanfarin ár - umhverfis- og samgöngunefnd og allsherjar- og menntamálanefnd - en þær endurspegla vel málefni grunnþjónustunnar sem ég hef lagt hvað mesta áherslu á í störfum mínum á Alþingi,“ segir Vilhjálmur.

Sjá má tilkynningu Vilhjálms í viðhenginu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×