Íslenski boltinn

Hólmbert Aron: Ég þurfti breytingu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hólmbert á nýja heimavellinum í Garðabæ.
Hólmbert á nýja heimavellinum í Garðabæ. mynd/twitter-síða silfurskeiðarinnar
Hólmbert Aron Friðjónsson lék sinn fyrsta leik í búningi Stjörnunnar eftir félagaskiptin frá KR. Hann var sáttur eftir sigurinn gegn Víkingi í kvöld, en hann kom inn á 83.mínútu leiksins.

„Mér líður mjög vel. Ég fékk frábærar móttökur hjá Silfurskeiðinni í dag og við unnum leikinn þannig að mér líður mjög vel,“ sagði Hólmbert í samtali við Vísi að leik loknum.

„Ég þurfti að fá smá breytingu, að núllstilla mig aðeins og byrja leiktíðina af krafti. Ég fæ þann séns hér. Ég fékk að heyra að ég gæti farið á láni til Stjörnunnar og ákvað að nýta mér tækifærið,“ bætti Hólmbert við.

Hólmbert skiptir ekki aðeins um lið heldur fer hann yfir í titilbaráttu eftir að hafa verið í KR-liði sem hefur átt í vandræðum í sumar.

„Mér sýnist stefnan vera sett á fyrsta sætið. Við erum í 2.sæti og það gengur mjög vel hjá liðinu núna. Ég fagna samkeppninni og geri það alltaf. Ég mun berjast fyrir mínu sæti í liðinu,“ sagði Hólmbert að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×