Sport

Fötluðum rússneskum íþróttamönnum bannað að keppa í Ríó

Merki Ólympíuleika fatlaðra.
Merki Ólympíuleika fatlaðra. vísir/getty
Rússneskum keppendum hefur verið bannað að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó í sumar í kjölfar lyfjahneykslisins í Rússlandi.

Stjórn Ólympíuleika fatlaðra hefur einnig ákveðið að meina fötluðum keppendum þjóðarinnar þátttöku á Ólympíuleikunum eftir skýrslu Richards McLaren í síðasta mánuði sem fjallaði um ólöglega notkun á lyfjum hjá Rússunum í kjölfar síðustu Ólympíuleika.

Ólympíunefndin ákvað því að allir keppendur frá Rússlandi færu í bann og að fatlaðir keppendur frá Rússlandi myndu ekki fá undanþágu.

Enginn frá rússneska sambandinu hefur enn tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×