Sport

Datt í það og sendur heim frá Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Gelder nokkrum tímum áður en hann opnaði sinn fyrsta Heineken á laugardag.
Van Gelder nokkrum tímum áður en hann opnaði sinn fyrsta Heineken á laugardag. vísir/getty
Hollendingurinn Yuri van Gelder tók verstu ákvörðun lífs síns á laugardaginn síðasta.

Þá komst hann í úrslit í hringjunum í fimleikakeppni Ólympíuleikanna. Van Gelder var svo glaður að hann ákvað að fara út á lífið og detta hressilega í það.

Hann skilaði sér svo um morguninn aftur í Ólympíuþorpið og hefur víst oft verið í betra standi en þá.

Þetta fyllerí var skýrt brot á agareglum hollenska liðsins sem sá sér ekki annað fært en að senda Van Gelder heim. Hann tekur því ekki þátt í úrslitunum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Van Gelder kemur sér í vandræða vegna vímugjafa. Árið 2009 var hann rekinn úr Hollandsmeistaramótinu þar sem hann notaði kókaín þrem dögum fyrir keppni.

„Þetta er hrikalegt fyrir Yuri en svona hegðun er bara óásættanleg,“ sagði flokkstjóri hollenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×