Innlent

EM-torgið aftur eftir ár

Nadine Yaghi skrifar
Vinsældir EM-torgsins hafa verið miklar.
Vinsældir EM-torgsins hafa verið miklar. Visir/Eyþór
Nái íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi eru líkur á að EM-torgið verði aftur á Ingólfstorgi að ári liðnu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar en nú er unnið að því að pakka saman EM- torginu.

Vinsældir torgsins voru miklar og þegar Ísland komst í 8 liða úrslitin var ákveðið að flytja skjáinn út á Arnarhól þegar Ísland spilaði gegn Englandi og Frakklandi. Þangað komu mörg þúsund manns saman til að fylgjast með leikjunum, hvetja landsliðið áfram og fagna góðu gengi.

Þá segir að bakhjarlar EM-torgsins á Ingólfstorgi hafi lýst yfir vilja sínum til að endurtaka leikinn að ári ef íslenska kvennalandsliðið kemst á EM 2017. Sætið í úrslitakeppni EM, sem fer fram í Hollandi á næsta ári, sé innan seilingar hjá íslenska kvennalandsliðinu. 

Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×