Sport

Myndband: Íslendingarnir ætla ekki að yfirgefa Stade de France

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslensku áhorfendurnir hafa verið sér og þjóð til sóma.
Íslensku áhorfendurnir hafa verið sér og þjóð til sóma. vísir/epa
Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta eftir 5-2 tap gegn gestgjöfunum frá Frakklandi. Íslenska liðið hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á mótinu en sömu sögu er einnig hægt að segja um íslensku áhorfendurna. 

Að leik loknum yfirgáfu Frakkarnir áhorfendastúkuna hægt og örugglega en það gerðu Íslendingarnir ekki. Þrátt fyrir tapið og rigninguna héldu þeir áfram að syngja og tralla. 

„Við erum vonsviknir en ótrúlega stoltir. Þetta hefur verið ótrúleg reynsla. Við lögðum mikla vinnu í þetta og svo má ekki gleyma áhorfendunum, þeir hafa verið stórkostlegir. Sjáðu bara, þeir eru enn að syngja, þeir eru ótrúlegir,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í samtali við BBC. „Frakkarnir eru allir farnir en Íslendingarnir eru hér enn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×