Fótbolti

Robson-Kanu veður í tilboðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hal Rosbon-Kanu hefur slegið í gegn í Frakklandi.
Hal Rosbon-Kanu hefur slegið í gegn í Frakklandi. vísir/getty
Ein af hetjum velska landsliðsins, Hal Robson-Kanu, kom samningslaus á EM en ætti ekki að lenda í vandræðum með að finna sér félag.

Þessi 27 ára leikmaður yfirgaf Reading í lok leiktíðar og hélt á EM án þess að vera með félag. Hann hefur spilað mjög vel á EM og skoraði frábært mark gegn Belgum.

„Ég fékk tilboð fyrir EM. Góð tilboð frá góðum félögum en ég tók þá ákvörðun að bíða. Ég var búinn að vera í 12 ár hjá Reading sem er gott. Ég vil prófa eitthvað nýtt núna,“ sagði Robson-Kanu.

„Að bíða með að semja er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Ég fer ekkert í grafgötur með að mig langar að spila í ensku úrvalsdeildinni.“

Framherjinn segir að tilboðin sem hann hafi þegar fengið séu alls staðar að úr heiminum og það verði gaman að setjast yfir þau eftir EM.

Wales spilar við Portúgal í undanúrslitum EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×