Enski boltinn

Burnley hefur áhuga á Jóhanni Berg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg í leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn.
Jóhann Berg í leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. vísir/epa
Charlton Athletic hefur samþykkt kauptilboð enska úrvalsdeildarliðsins Burnley í íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson. Þetta kemur fram í frétt South London Press.

Jóhann Berg átti gott tímabil með Charlton í fyrra þrátt fyrir að liðið félli niður í ensku C-deildina. Hann var m.a. stoðsendingahæsti leikmaður B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Norwich City ku einnig hafa áhuga á Jóhanni Berg en talið er að Burnley freisti meira þar sem liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Jóhann Berg var í byrjunarliðinu í öllum fimm leikjum Íslands á EM í Frakklandi og lagði upp eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×