Handbolti

Gummi Gumm kom Dönum á Ólympíuleikana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur og lærisveinar hans eru komnir til Ríó.
Guðmundur og lærisveinar hans eru komnir til Ríó. vísir/getty
Danska landsliðið í handknattleik tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó um helgina en liðið vann landslið Barein, 26-24, í kvöld.

Danir unnu því Króata, gerðu jafntefli við Norðmenn og unnu að lokum Barein í Herning í kvöld. Eins og flestir vita er Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana og hefur hann staðið sig virkilega vel með liðið um helgina.

Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en Dönum nægði stig úr leiknum til að komast á Ólympíuleikana.

Króatar fara með Dönum úr riðlinum til Ríó en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið.


Tengdar fréttir

Guðmundur sáttur: Spiluðum mjög góða vörn

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltalandsliðsins, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn mikilvæga á Króatíu í forkeppni Ólympíuleikanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×