Innlent

Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðað til blaðamannafundar
á Bessastöðum í dag, mánudag 18. apríl, kl 16:15.

Í samtali við Vísi sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari að efni fundarins kæmi fram á fundinum sjálfum. 

Sjá einnig: Aukafréttatími Stöðvar 2 frá Bessastöðum klukkan 16

Tilkynnti Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum sem fram fara í júní. Spurður að því hvort að fundurinn tengdist mögulegu framboði Ólafs Ragnars vildi Örnólfur ekki tjá sig um það.

Eftir fund Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og Ólafs Ragnars þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund. Þar var hann spurður að því hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin í íslensku samfélagi. Svaraði hann ekki spurningu fréttamanns með beinum hætti.

Uppfært: Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundinum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.