Lífið

Kourtney Kardashian og Jonathan dolfallinn yfir fegurð Hallgrímskirkju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kourtney og Jonathan hrifin af kirkjunni.
Kourtney og Jonathan hrifin af kirkjunni. vísir
„Það skemmtilegasta sem ég geri að að sjá kirkjur í mismunandi borgum,“ segir Kourtney Kardashian, á Snapchat, en hún heimsótti Hallgrímskirkju ásamt vini sínum Jonathan Cheban núna rétt eftir hádegi í dag.

Kardashian fjölskyldan er hér á landi í heimsókn ásamt rapparanum Kanye West. Mögulega er rapparinn hér til að taka upp nýtt tónlistarmyndband.

Cheban lýsti Hallgrímskirkju eins og eldflaug og var mjög hrifinn. Mikið hefur verið fjallað um heimsókn fjölskyldunnar í fjölmiðlum hér á landi, sem og um allan heim. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×