Innlent

Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vísir
Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.

„Nei í raun og veru er ekkert skattalegt hagræði af því í dag. Vegna þess að það er í gildi sérstök löggjöf sem er kölluð cfc-löggjöf það er 57. grein a í skattalögum þar sem kveðið er á um þvingaða samsköttun með hluthafanum og félaginu og það ber að greiða venjulegan tekjuskatt af öllum hagnaði félagsins óháð úthlutun og þetta er venjulegur tekjuskattur í 36 til 46 prósent skatti. Þannig að þetta er ekki skattalega hagkvæmt í þeim skilningi,“ segir Kristján.

Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk kjósi að geyma peningana sína á þessum stöðum.

„Til dæmis hafa erlendir bankar frekar viljað lána til félaga á Bresku Jómfrúaeyjum heldur en til annarra félaga vegna þess að þar er byggt á breskri félagalöggjöf og mjög auðvelt að veðsetja eignir og ganga að veðum,“ segir Kristján.

Kristján segir mun erfiðara í dag að fela peninga í þessum löndum.

„Nú er búið að skrifa undir alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti milli landa þar sem bankar í viðkomandi löndunum munu senda skattayfirvöldum í hverju landi fyrir sig upplýlsingar og síðan munu skattayfirvöld hvers lands skiptast á upplýsingum,“ segir Kristján. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×