Innlent

Guðlaugur Þór um Sigmund Davíð: „Kom okkur algjörlega í opna skjöldu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Vísir/Vilhelm
„Kom okkur algjörlega í opna skjöldu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að fara á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Bessastöðum í hádeginu og óska eftir þingrofi. 

Ólafur Ragnar greindi frá því á blaðamannafundi á Bessastöðum að hann hefði ekki veitt Sigmundi heimild til að rjúfa þing. Sigmundur lýsti því yfir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun og í kjölfarið lýsti hann því yfir á Facebook-síðu sinni að hann væri tilbúinn til að rjúfa þing ef Sjálfstæðisflokkurinn styddi hann ekki.

Forsetinn sagðist ekki tilbúinn nú eða fyrr en hann væri búinn að ræða við Bjarna til að rjúfa þing. Framsóknarflokkurinn fundaði án Sigmundar Davíðs á áðan en Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki sáttur við þá stöðu sem komin er upp og sagði Sigmund ekki haf látið aðra þingmenn Framsóknarflokksins vita um áform sín um þingrof, hvorki í dag né á þingflokksfundi í gær. 

Guðlaugur Þór segir þennan gjörning Sigmundar fordæmalausan, að óska eftir þingrofi án þess að ráðfæra sig við þingflokk sinn og að fá synjun frá forseta Íslands.

Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll klukkan 14:15 þar sem farið verður yfir málin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×