Innlent

Kallar eftir því að beðið verði með þingrof

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Smári McCarthy
Smári McCarthy Mynd/aðsend
„Nú þarf minnihlutastjórn eða trúverðuga þjóðstjórn fram á haust, þannig að það sé hægt að halda kosningar í eðlilegu tómi,“ skrifar Smári McCarthy, einn stofnenda Pírata, í pistli sem hann birtir á Stundinni.

Eins og alkunna er fór forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fram á það á fundi með forseta Íslands að þing yrði rofið og boðað yrði til nýrra kosninga. Í stjórnarskrá er kveðið á um að rjúfi forseti þing þá skuli boða til nýrra kosninga innan 45 daga frá þingrofi.

„Flestir flokkar eru með prófkjörsferli sem tekur meira en tvær vikur að undirbúa, hvað þá framkvæma. Það myndi enginn ná því. Einhverjir flokkar myndu kannski sneiða hjá því í æsingi,“ skrifar Smári. Enn fremur bendir hann á að nær útilokað sé fyrir smærri framboð að bjóða sig fram.

„Ég er ekki viss um að þetta sé lýðræðið sem Íslendingar vilja.“ Pistil Smára má lesa í heild sinni á Stundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×