Innlent

Bein útsending á Stöð 2 klukkan 15

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bein útsending hefst á Stöð 2 í opinni dagskrá og hér á Vísi klukkan 15 í dag þar sem fylgst verður með framvindu dagsins í stjórnmálunum.

Fréttastofan verður í beinni frá Valhöll og Alþingishúsinu auk þess sem fylgst verður með gestagangi á Bessastöðum þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun funda með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll auk þess sem þingflokkur Framsóknarflokksins hefur fundað bæði með og án formanns síns og forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann fór eins og kunnugt er fram á heimild til þingrofs í dag en Ólafur Ragnar neitaði honum um það.

Uppfært klukkan 17:02: Útsendingunni er lokið. Að neðan má sjá viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson þar sem hann tilkynnti að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi stíga til hliðar.

Hér má sjá fyrri hluta fréttatímans þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæta til fundar í Valhöll, rætt er við þingmenn á Alþingi og Sigurður Ingi tilkynnir ákvörðun Sigmundar Davíðs.

Hér má sjá seinni hluta fréttatímans þar sem meðal annars er talað við Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í Ráðhúsi Reykjavíkur um afsögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar.

Einnig er rætt við Bjarna Benediktsson eftir fund hans við Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum og leitað viðbragða hjá Árna Páli Árnasyni, Óttari Proppé og Helga Hrafni Guðmundssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×