Innlent

Bjarni ætlar ekki að tjá sig fyrr en eftir fundinn með forsetanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. Vísir/Valli
Fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll er lokið. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum fundinum og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en eftir fundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gekk á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum í hádeginu í dag og óskaði eftir þingrofi. Ólafur Ragnar greindi frá því á blaðamannafundi á Bessastöðum að hann hefði ekki veitt Sigmundi heimild til að rjúfa þing.

Sigmundur lýsti því yfir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun og í kjölfarið lýsti hann því yfir á Facebook-síðu sinni að hann væri tilbúinn til að rjúfa þing ef Sjálfstæðisflokkurinn styddi hann ekki.

Forsetinn sagðist ekki tilbúinn nú eða fyrr en hann væri búinn að ræða við Bjarna til að rjúfa þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×