Innlent

Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína

Þórdís Valsdóttir skrifar
Jón Gnarr snýr aftur í Ráðhús Reykjavíkur í vor.
Jón Gnarr snýr aftur í Ráðhús Reykjavíkur í vor. vísir/Anton Brink

Í síðustu viku voru kynntar í borgarráði fyrirhugaðar upptökur á sjónvarpsþættinum Borgarstjórinn sem fram fara í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann muni alveg örugglega lána Jóni Gnarr, forvera sínum, skrifstofuna sína fyrir upptökur.

„Það er starfsemi hér í Ráðhúsinu frá morgni til kvölds en við munum sýna lipurð eins og við getum,“ segir Dagur og bætir við að Jón Gnarr muni koma til með að vera daglegur gestur Ráðhússins með vorinu.

Að sögn Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur borgarritara er gert ráð fyrir því að upptökurnar verði frá í maí og fram í júní.

„Það verða ekki upptökur á hverjum degi en við leggjum áherslu á að það verði mikið tekið upp um helgar þegar fólk er ekki að vinna svo að það verði sem minnst röskun,“ segir Ellý.


Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira