Innlent

Skólabílar hefja akstur í Snæfellsbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skólabílar í Snæfellsbæ hefja akstur að nýju eftir klukkan 9.
Skólabílar í Snæfellsbæ hefja akstur að nýju eftir klukkan 9. vísir/stefán

Veður á Snæfellsnesi er nú að ganga niður og munu skólabílar byrja að ganga aftur á milli starfsstöðva Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi núna eftir klukkan 9.

Samkvæmt upplýsingum frá skólanum verður fyrsta ferð farin frá Hellissandi klukkan 9.20 og frá Ólafsvík klukkan 9.30.


Tengdar fréttir

Skólaakstur fellur niður í Snæfellsbæ

Skólaakstur fellur niður á milli starfstöðva Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi nú í morgunsárið vegna veðurs. Starfsstöðvarnar verða þó opnar og verður ákvörðun um akstur endurskoðuð klukkan tíu að sögn skólastjóra.
Fleiri fréttir

Sjá meira