Enski boltinn

Arnór með fjögur mörk í tapi | Sigurbergur og Egill fengu skell

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór átti fínan leik fyrir Saint-Raphael í dag.
Arnór átti fínan leik fyrir Saint-Raphael í dag. vísir/epa
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í EHF-bikranum í dag. Arnór Atlason og félagar töpuðu og Sigurbergur Sveinsson, Egill Magnússon og samherjar fengu skell.

Egill Magnússon skoraði eitt mark, en Sigurbergur Sveinsson ekkert þegar Team Tvis Holstebro tapaði með þrettán marka mun gegn Frisch Auf Göppingen, 36-23.

Team Tvis er þó enn á toppi riðilsins, en HBC Nantes getur skotist á toppinn með sigri á Lions á morgun. Ein umferð er eftir í riðlakeppninni svo.

Arnór Atlason og félagar í Saint-Raphael töpuðu með tveggja marka mun, 25-23, fyrir Bjerringbro-Silkeborg í Frakklandi í kvöld.

Arnór skoraði fjögur mörk úr níu skotum fyrir Saint-Raphael, en þeir eru í öðru sæti riðilsins með fimm stig - stigi á eftir Bjerringbro sem er á toppnum með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×