Formúla 1

Mercedes sýnir mátt sinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg á Barselóna-brautinni í dag.
Nico Rosberg á Barselóna-brautinni í dag. Vísir/Getty

Fyrsti dagur seinni æfingalotunnar fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Rosberg var fljótastur á Mercedes.

Valtteri Bottas á Williams skellti últra-mjúku dekkjunum undir og varð annar fljótastur í dag, tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Vert er að geta þess að Rosberg notaði einungis mjúk dekk og á því tölvert inni á Bottas ennþá.

Fernando Alonso á McLaren varð þriðji, tæpum tveimur sekúndum á eftir Rosberg og á mjúku dekkjunum. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði skammt á eftir Alonso en á meðal-mjúku dekkjunum.

Mercedes bíllinn gerði meira en að vera fljótastur í dag. Hann fór líka 172 hringi um brautina. Sem er lengst allra bíla. Næst því komst Max Verstappen á Toro Rosso bílnum sem hefur loks fengið sitt endanlega útlit. Hann ók 144 hringi.

Max Verstappen á Toro Rosso í öllum þeim litum sem bíllinn á að bera í ár. Vísir/Getty

Toro Rosso viðurkenndi við upphaf síðustu æfingalotu að ekki hefði gefist tími til að setja styrktaraðila á bílinn. Það hefur hins vegar verið gert núna.

Sauber bíllinn fór í fyrsta sinn út í dag og fór 103 hringi, sem verður að teljast afbragðs gott fyrir glænýjan bíl.

Haas lenti í vandræðum með eldsneytiskerfið í sínum bíl sem komst af þeim sökum ekki nema 23 hringi.

Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir heldur áfram að fylgjast með.


Tengdar fréttir

Sauber kynnir nýjan bíl

Sauber liðið í Formúlu 1 kynnti nýjan keppnisbíl sinn í dag. Liðið var síðast allra til að svipta hulunni af nýjum keppnisbíl fyrir komandi tímabil.

Hulkenberg fljótastur en Sainz ók lengst

Þriðji æfingadagurinn fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Hulkenberg var fljótastur á Force India bílnum. Carlos Sainz fór lengst í Toro Rosso bílnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira