Innlent

Áfram í farbanni vegna rannsóknar á banaslysi

Bjarki Ármannsson skrifar
Einbreið brú yfir Glerá.
Einbreið brú yfir Glerá. Vísir/Pjetur
Erlendur ríkisborgari sem kom að banaslysi við Hólá um jólin sætir áfram farbanni til föstudagsins 22. apríl næstkomandi. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum og var mál hans þingfest síðastliðinn föstudag í Héraðsdómi Suðurlands.

Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við aðra bifreið á einbreiðri brú yfir Hólá annan í jólum. Ökumaður þeirrar bifreiðar lést af áverkum sem hann hlaut við áreksturinn.

Vitni segja manninn hafa ekið á miklum hraða inn á brúna og er það stutt af ljósmyndum. Gögn málsins benda til þess að hann hafi verið yfir hámarkshraða, og á mun meiri hraða en hin bifreiðin, þegar slysið var.


Tengdar fréttir

Banaslys í Öræfasveit

Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×