Formúla 1

Bottas fljótastur á öðrum degi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Valtteri Bottas á Williams bílnum.
Valtteri Bottas á Williams bílnum. Vísir/Getty

Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotu fyrir Formúlu 1 tímabilið. Carlos Sainz ók lengst allra í dag, 166 hringi á Toro Rosso bílnum.

Lewis Hamilton á Mercedes varð annar fljótastur rúmum þriðjung úr sekúndu á eftir Bottas. Mercedes bíllinn fór 164 hringi í dag, 73 undir stjórn Hamilton en 91 í höndum Nico Rosberg. Rosberg varð níundi, rúmum þremur sekúndum á eftir Bottas.

Kevin Magnussen á Renault átti góðan dag, varð þriðji fljótastur ökumanna og fór 126 hringi.

Einu rauðu flaggi var veifað, það var þegar Marcus Ericsson á Sauber missti afturdekk undan bílnum.

Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði, næstum einni og hálfri sekúndu á eftir Bottas. Vettel ók 151 hring.

Haas liðið lenti í miklum vandræðum og komst aðeins einn hring á brautinni. Túrbínan var að valda liðinu vandræðum.

Æfingar halda áfram á morgun og Vísir hldur áfram að fylgjast með.


Tengdar fréttir

Mercedes sýnir mátt sinn

Fyrsti dagur seinni æfingalotunnar fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Rosberg var fljótastur á Mercedes.

Sauber kynnir nýjan bíl

Sauber liðið í Formúlu 1 kynnti nýjan keppnisbíl sinn í dag. Liðið var síðast allra til að svipta hulunni af nýjum keppnisbíl fyrir komandi tímabil.Fleiri fréttir

Sjá meira