Fótbolti

Ísland gæti mætt Brasilíu í úrslitaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiane skoraði eitt marka Brasilíu í dag.
Cristiane skoraði eitt marka Brasilíu í dag. vísir/getty

Brasilía tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Algarve-bikarsins. Í kvöld kemur í ljós hvort Ísland kemst í leikinn gegn Brasilíu.

Brasilía lagði lið Rússlands í dag, 3-0, og tryggði sér þar með toppsætið með fullt hús stiga. Brasilíska liðið skoraði sjö mörk í þrem leikjum og fékk aðeins eitt á sig.

Nýja-Sjáland lagði Portúgal, 1-0, og tók annað sæti riðilsins. Rússar voru í þriðja sæti og Portúgal rak lestina í B-riðlinum.

Ísland er í efsta sæti A-riðils með sex stig og dugar jafntefli gegn Kanada á eftir til þess að komast í úrslitaleikinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira