Fótbolti

Ísland gæti mætt Brasilíu í úrslitaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiane skoraði eitt marka Brasilíu í dag.
Cristiane skoraði eitt marka Brasilíu í dag. vísir/getty

Brasilía tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Algarve-bikarsins. Í kvöld kemur í ljós hvort Ísland kemst í leikinn gegn Brasilíu.

Brasilía lagði lið Rússlands í dag, 3-0, og tryggði sér þar með toppsætið með fullt hús stiga. Brasilíska liðið skoraði sjö mörk í þrem leikjum og fékk aðeins eitt á sig.

Nýja-Sjáland lagði Portúgal, 1-0, og tók annað sæti riðilsins. Rússar voru í þriðja sæti og Portúgal rak lestina í B-riðlinum.

Ísland er í efsta sæti A-riðils með sex stig og dugar jafntefli gegn Kanada á eftir til þess að komast í úrslitaleikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira