Enski boltinn

Freydís Halla náði sínum besta árangri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freydís Halla á fullri ferð.
Freydís Halla á fullri ferð. mynd/skí

Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, náði sínum besta árangri á ferlinum í gær þegar hún keppti á háskólamóti í Bandaríkjunum.

Freydís hafnaði í fimmta sæti í svigmóti og náði í 24.57 FIS-punkta en aldrei áður hefur hún fengið svo marga punkta fyrir eitt mót.

Hún var í sjötta sæti eftir fyrri ferðina en náði næst besta tímanum í seinni ferðinni sem kom henni upp um eitt sæti.

Freydís er í dag númer 332 á heimslistanum í svigi en talið er að hún fari upp um 50-60 sæti eftir árangurinn í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira