Fótbolti

Vill fresta forsetakjöri FIFA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Prins Ali er hér með núverandi forseta FIFA, Sepp Blatter.
Prins Ali er hér með núverandi forseta FIFA, Sepp Blatter. vísir/getty

Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað.

Prinsinn er ósáttur við skipulagninguna á kjörinu sem á að fara fram á föstudag.

Jórdaníumaðurinn vildi opna kosninguna en því var hafnað af FIFA. Við það er hann ósáttur og vill því fara með málið alla leið.

Prins Ali er einn af fimm frambjóðendum í kjörinu og íþróttadómstóllinn þarf að vinna hratt í þessu máli.
Fleiri fréttir

Sjá meira