Fótbolti

Vill fresta forsetakjöri FIFA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Prins Ali er hér með núverandi forseta FIFA, Sepp Blatter.
Prins Ali er hér með núverandi forseta FIFA, Sepp Blatter. vísir/getty

Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað.

Prinsinn er ósáttur við skipulagninguna á kjörinu sem á að fara fram á föstudag.

Jórdaníumaðurinn vildi opna kosninguna en því var hafnað af FIFA. Við það er hann ósáttur og vill því fara með málið alla leið.

Prins Ali er einn af fimm frambjóðendum í kjörinu og íþróttadómstóllinn þarf að vinna hratt í þessu máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira