Innlent

Fundað í álversdeilu í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman.
Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA

Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings.

Eins og komið er fram hafa starfsmenn í álverinu sett útflutningsbann á ál, en hinsvegar er ekki innflutningsmbann á aðföng til álframleiðslu þannig að skipið verður væntanlega losað, en að því loknu taki útflutningsbannið við.

Ríkissátasemjari hefur boðað deilendur til fundar í dag, en eftir því sem fréttastofan kemst næst ríkir lítil bjartsýni á lausn í deilunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira