Innlent

Bílaleigubílum fjölgar í takt við fjölgun ferðamanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bílaleigubílum fjölgaði um 26 prósent og ferðamönnum um þrjátíu prósent á milli 2014 og 2015.
Bílaleigubílum fjölgaði um 26 prósent og ferðamönnum um þrjátíu prósent á milli 2014 og 2015. vísir/daníel

Bílaleigubílum hér á landi fjölgaði um 26 prósent á milli áranna 2014 og 2015, sem er talsvert umfram það sem spáð hafði verið. Flotinn stækkar þó í takt við fjölgun ferðamanna, sem var um 30 prósent á sama tímabili.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu. Þar segir meðal ananrs að fjölgun bílaleigubíla hafi verið tiltölulega lítil á milli áranna 2013 og 2014 en hafi tekið stökk árin 2014 til 2015. Stækkunar- og endurnýjunarþörfin hafi á þeim tímapunkti verið orðin það mikil að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í miklar fjárfestingar. Þá segir jafnframt að markaður fyrir leigu til innlendra aðila fari stækkandi, þá einna helst í langtímaleigu.

Þá hefur sú jákvæða þróun átt sér stað síðustu ár að ferðamannastraumurinn er orðinn jafnari yfir allt árið, og þar með útleiga á bílum yfir vetrarmánuðina orðin meiri miðað við það sem áður var. Því sé tekjustreymi í bílaleigugeiranum heilt yfir orðið jafnara og eðlilegra á ársgrundvelli.

Fjölgri virkra rekstraraðila hefur aukist talsvert á milli ára, en útgefin starfsleyfi til bílareksturs voru 51 árið 2013, en á árinu 2014 voru þau orðin 151 og því hafði orðið nálægt þreföldun í fjölda á þessu tímabili. Það er nánast fullkomlega samsvarandi fjölgun ferðamanna á sama tímabili, því fjöldi þeirra hafði einnig um það bil þrefaldast. Hins vegar stóð fjöldi starfsleyfa í stað á milli 2014 og 2015 og fjölgaði aðeins um einn, úr 151 í 152. Þannig hafði fjöldi leyfishafa verið nánast sá sami frá árinu 2013 þegar þeir voru 149 talsins.

Spár Íslandsbanka benda til þess að virkum rekstraraðilum muni fjölga eitthvað á árinu.
Skýrsluna í heild má lesa hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira