Innlent

Einn á slysadeild eftir bruna í Auðbrekku

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir

Sllökkviliðið fékk um fimmleytið í morgun tilkynningu um að mikinn reyk legði frá trésmíðaverkstæði við Auðbrekku í Kópavogi. Þegar það kom á vettvang logaði í timbri á gólfinu, en ekki í innviðum hússins.

Hann var slökktur á 15 mínútum og við tók reykræsting, enda mikill reykur í húsinu. Þar reyndist einnig vera maður, sem fluttur var á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira