Innlent

Einn á slysadeild eftir bruna í Auðbrekku

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir

Sllökkviliðið fékk um fimmleytið í morgun tilkynningu um að mikinn reyk legði frá trésmíðaverkstæði við Auðbrekku í Kópavogi. Þegar það kom á vettvang logaði í timbri á gólfinu, en ekki í innviðum hússins.

Hann var slökktur á 15 mínútum og við tók reykræsting, enda mikill reykur í húsinu. Þar reyndist einnig vera maður, sem fluttur var á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira