Enski boltinn

Payet í viðræðum við West Ham um nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Payet í leiknum gegn Liverpool í gær.
Payet í leiknum gegn Liverpool í gær. vísir/getty

Dimitri Payet, miðjumaður West Ham, er í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Frakkinn kom til West Ham frá Marseille í sumar og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Payet hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur og átt stóran þátt í góðu gengi Hamranna.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum myndi nýi samningurinn færa Payet í kringum 125.000 pund í vikulaun. Þessi 28 ára gamli leikmaður lýsti því yfir á Twitter í gær að hann væri stoltur að klæðast treyju West Ham og að framtíð hans lægi hjá félaginu.

Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn West Ham en Payet hefur undanfarna daga verið orðaður við kínverska liðið Shanghai Shenhua sem á að vera tilbúið að bjóða 38 milljónir punda í miðjumanninn.

Payet lagði upp sigurmark West Ham í 2-1 sigrinum á Liverpool í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Hamrarnir mæta Blackburn Rovers í næstu umferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira