Innlent

Árleg inflúensa farin að herja á landann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Nokkuð er um veikindi meðal landsmanna þessa dagana.
Nokkuð er um veikindi meðal landsmanna þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Inflúensan er komin á flug hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Átta greindust með inflúensu í fjórðu viku ársins og búast má við að tilfellum fari fjölgandi á næstunni.

Fram kom á vef landlæknis í síðustu viku að inflúensan fari hægt af stað þennan veturinn. Þrír sjúklingar lögðust inn á Landspítalann með staðfesta veiru í síðasta mánuði en Þórólfur segir í samtali við Vísi að veiran sé vissulega farin að herja á landann, líkt og gerist alla jafna á þessum tíma árs.

Ekki er of seint að láta bólusetja sig gegn inflúensu en landlæknisembættið segir bóluefnið gefa ágæta vernd gegn henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×