Fótbolti

Barcelona valtaði yfir Celta | Barca ekki tapað í 30 leikjum í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna í kvöld. vísir/getty

Barcelona valtaði yfir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór 6-1 fyrir Barca.

Luis Suarez gerði þrennu fyrir Barcelona í leiknum og Lionel Messim, Ivan Rakitic og Neymar gerði sitt markið hver. Messi misnotaði vítaspyrnu í leiknum en John Guidetti gerði eina mark Celta í leiknum.

Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 57 stig, þremur stigum meira en Atletico Madrid sem er í öðru sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira