Enski boltinn

Klopp gæti skellt Sturridge inn í byrjunarliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gæti jafnvel byrjað með Daniel Sturridge í framlínu Liverpool gegn Aston Villa á morgun.

Sturridge kom við sögu í leiknum gegn West Ham í ensku bikarkeppninni í miðri viku en þá tapaði liðið 2-1.

Christian Benteke, framherji Liverpool, hefur ekki skorað í síðustu ellefu leikjum liðsins og því gæti Klopp hæglega skellt Sturridge í byrjunarliðið á morgun.

„Þetta er í fyrsta skipti hjá þessum klúbb sem ég stend frammi fyrir því vandamáli að velja á milli tveggja framherja. Daniel Sturridge líður vel en ég verð samt að hugsa vel hvað hann spilar margar mínútur.“
Fleiri fréttir

Sjá meira