Enski boltinn

Klopp gæti skellt Sturridge inn í byrjunarliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gæti jafnvel byrjað með Daniel Sturridge í framlínu Liverpool gegn Aston Villa á morgun.

Sturridge kom við sögu í leiknum gegn West Ham í ensku bikarkeppninni í miðri viku en þá tapaði liðið 2-1.

Christian Benteke, framherji Liverpool, hefur ekki skorað í síðustu ellefu leikjum liðsins og því gæti Klopp hæglega skellt Sturridge í byrjunarliðið á morgun.

„Þetta er í fyrsta skipti hjá þessum klúbb sem ég stend frammi fyrir því vandamáli að velja á milli tveggja framherja. Daniel Sturridge líður vel en ég verð samt að hugsa vel hvað hann spilar margar mínútur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira