Sport

Gaupi sæmdur gullpenna KSÍ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Guðmundsson
Guðjón Guðmundsson vísir/pjetur

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, fékk í dag gullpenna KSÍ á 70. ársþingi sambandsins sem fer fram á Hótel Nordica um helgina.

Guðjón, sem er oftast kallaður Gaupi, fékk verðlaunin fyrir þættina Sumarmótin sem sýndir eru á Stöð 2 Sport á sumrin og hafa verið síðastliðin ár. Þar fjallar Gaupi um öll helstu knattspyrnumót landsins og má þar ávallt sjá stjörnur framtíðarinnar.

Hér að neðan má lesa umsögn KSÍ um verðlaunin sem Guðjón hlaut:

Þættir Stöðvar 2 Sports um krakkamótin 2015 vöktu mikla lukku og áhorf á þá var mikið. Guðjón Guðmundsson, sem er á meðal reynslumestu íþróttafréttamanna landsins, stýrði þáttunum af miklum sóma og heimsótti mörg mót. Opinn og afslappaður samskiptamáti Guðjóns virkaði vel í við gerð þátta Stöðvar 2 Sports um krakkamótin 2015.

Samspil hans og ungra iðkenda á knattspyrnumótum sumarsins var stór þáttur í því að gera þættina jafn áhugaverða og raunin var og gáfu þættirnir góða innsýn inn í þessa umfangsmiklu viðburði sem aðildarfélög KSÍ hafa svo mikla og góða reynslu af.

Þá fékk RÚV einnig verðlaun fyrir útsendingar sýnar í undankeppni EM í knattspyrnu.
Fleiri fréttir

Sjá meira