Innlent

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Hólmavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Flugvélin endaði á toppnum.
Flugvélin endaði á toppnum. vísir

Tveggja sæta Cessna flugvél hlekktist á í lendingu á Hólmavíkurflugvelli kringum klukkan hálf fjögur í dag. Tveir menn voru í vélinni og sakaði hvorugan.

Flugvöllur staðarins er með malarslitlagi en er þakinn snjó í augnablikinu. Ekki er unnt að gefa upp hvað fór úrskeiðis að svo stöddu en vélin steyptist kollhnís fram fyrir sig og endaði á þakinu. Ekki er vitað að svo stöddu hve skemmd hún er.

Flugvélin var af gerðinni Cessna 152 en þær voru framleiddar undir lok áttunda áratug síðustu aldar og í byrjun þess níunda. Flugslysasvið rannsóknarnefndar samgönguslysa er væntanlegt til Hólmavíkur í þeim tilgangi að sækja flugvélina.

Myndin sýnir staðsetningu Hólmavíkurflugvallar. vísir/map.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira