Sport

Jón Margeir sló heimsmet annan daginn í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Margeir.
Jón Margeir. vísir/getty

Jón Margeir Sverrisson setti heimsmet annan daginn í röð á sundmóti í Malmö. Í dag bætti hann heimsmetið í 100 metra skriðsundi og í gær var það 400 metra skriðsund.

Jón kom í mark á tímanum á 53,42 sekúndum og bætti þar með heimsmet Bretans Jack Thomas í S14, fötlunarflokki þroskahamlaðra. RÚV greinir frá þessu.

Jón Margeir á þvílíku flugi á mótinu í Svíþjóð og hefur náð mögnuðum árangri.


Tengdar fréttir

Jón Margeir með nýtt heimsmet

Jón Margeir Sverrisson gerði sér lítið fyrir og sló nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi fatlaðra á móti sem fram fer í Malmö í Svíþjóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira