Sport

Jón Margeir sló heimsmet annan daginn í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Margeir.
Jón Margeir. vísir/getty

Jón Margeir Sverrisson setti heimsmet annan daginn í röð á sundmóti í Malmö. Í dag bætti hann heimsmetið í 100 metra skriðsundi og í gær var það 400 metra skriðsund.

Jón kom í mark á tímanum á 53,42 sekúndum og bætti þar með heimsmet Bretans Jack Thomas í S14, fötlunarflokki þroskahamlaðra. RÚV greinir frá þessu.

Jón Margeir á þvílíku flugi á mótinu í Svíþjóð og hefur náð mögnuðum árangri.


Tengdar fréttir

Jón Margeir með nýtt heimsmet

Jón Margeir Sverrisson gerði sér lítið fyrir og sló nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi fatlaðra á móti sem fram fer í Malmö í Svíþjóð.Fleiri fréttir

Sjá meira