Innlent

Með hníf í buxnastrengnum og amfetamín í nærbuxunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Bifreið með fimm einstaklingum í alvarlegu ástandi var nýverið stöðvuð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Bifreið með fimm einstaklingum í alvarlegu ástandi var nýverið stöðvuð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm
Bifreið með fimm einstaklingum í alvarlegu ástandi var nýverið stöðvuð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni reyndist ökumaðurinn hafa neytt amfetamíns og var einn farþega með hníf í buxnastreng sínum og sprautunálar og amfetamín í umbúðum í nærbuxum sínum.

Þá reyndust tveir hinna farþeganna með efni á sér, annar með amfetamín innan klæða og hinn með slatta af töflum í fórum sínum sem hann gat ekki gert grein fyrir.

Að auki fundust nokkrir amfetamínpokar í bifreiðinni og sterar við húsleit hjá einum farþeganna sem lögregla gerði í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×