Innlent

Pirraður páfi í Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi manns hefur mætt til að hlýða á og sjá Frans páfa.
Gríðarlegur fjöldi manns hefur mætt til að hlýða á og sjá Frans páfa. Vísir/AFP

Frans páfi var sjáanlega pirraður eftir að maður togaði í hann með þeim afleiðingum að hann hrasaði í heimsókn sinni til Mexíkó.

Páfinn hefur verið í heimsókn til Mexíkó síðustu daga þar sem hann hefur meðal annars hvatt unga Mexíkóa til að hafna því að feta glæpabrautina.

Hvatti hann ungmenni í héraðinu Michoacan að þora að dreyma, en glæpir tengdir eiturlyfjum hafa verið sérstaklega tíðir í héraðinu. Tíu þúsund manns hafa látið lífið stríði eiturlyfjahringja í héraðinu síðasta áratuginn.

Páfinn mun halda messu í Ciudad Juarez, við bandarísku landamærin, síðar í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira