Formúla 1

Ferrari frumsýnir nýjan fák

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
SF16-H bíll Ferrari 2016
SF16-H bíll Ferrari 2016 Vísir/Getty

Ferrari frumsýndi í dag nýjasta bíl sinn, sem fengið hefur yfirhalningu. Bíllinn verður keppnisbíll Ferrari í ár.

SF16-H skartar gamaldags útliti, með hvítt loftinntak og almennt er meira hvítt á bílnum. Bíllinn svipar til Ferrari bíla fortíðarinnar.

Ferrari ætlar SF16-H að skora á Mercedes á hólm í ár.

SF16-H er með fjöðrun sem hefur ekki sést áður á Ferrari bílnum. Áður fyrr hélt Ferrari fast í tog fjöðrun en hefur nú skipt í fjöðrun sem ýtir frekar en togar.

Nýja fjöðrunin hefur verið talin henta akstursstíl ökumanna Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen betur en sú gamla.


Tengdar fréttir

Myndband: McLaren setur í gang

McLaren og Honda endurnýjuðu kynni sín í Formúlu 1 fyrir síðasta tímabil. Árangurinn lét á sér standa og liðið náði aðeins í 27 stig og níunda sæti í keppni bílasmiða. Liðið ætlar að gera betur í ár.

Frumsýningar í Formúlu 1

Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.
Fleiri fréttir

Sjá meira