Enski boltinn

Meiri sóknarbolti á dagskránni hjá liði Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata og Wayne Rooney fagna marki í sigrinum á Derby í enska bikarnum.
Juan Mata og Wayne Rooney fagna marki í sigrinum á Derby í enska bikarnum. Vísir/Getty

Juan Mata sér meiri sóknarbolta í spilunum hjá Manchester United á næstu vikum og mánuðum en lið Louis van Gaal hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að spila leiðinlegan fótbolta á þessu tímabili.

Juan Mata var ánægður með þrjú mörk og sigur á Derby í ensku bikarkeppninni á föstudaginn var. Næsti leikur er á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

„Þetta var ekki auðveldur mánuður fyrir okkar lið en sigurinn á Derby ætti að færa okkur aukinn kraft fyrir framhaldið," sagði Juan Mata við Telegraph.

„Við komust áfram í næstu umferð bikarsins og þetta var líka góður leikur hjá okkur sem gefur okkur góða tilfinningu fyrir framhaldið," sagði Mata.

„Þetta var mjög jákvæður leikur fyrir liðið enda var meira flæði í sóknarleiknum og við vonumst til að halda áfram að spila meiri og betri sóknarbolta hér eftir," sagði Mata en það verður í nóg að snúast hjá Spánverjanum og samherjum hans.

„Það er mjög annasamur mánuður framundan. Við spilum sjö leiki í febrúar og það er markmiðið að reyna að vinna þá alla. Við byrjum á þessum leik á móti Stoke og ætlum að bæta fyrir tapið á móti þeim fyrr á tímabilinu," sagði Mata.

„Það er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum í þeirra liði og þeir hafa breytt leikstíl liðsins frá undanförnum árum. Það er ganga upp hjá þeim," sagði Mata.

„Við viljum vinna fleiri sigra á Old Trafford og vitum að við verðum að klára heimaleiki okkar. Við verðum að vera með sterkan heimavöll og megum ekki tapa mörgum stigum þar," sagði Mata.

Manchester United hefur aðeins unnið 5 af 11 heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og liðið er bara með 12 mörk í 11 leikjum sínum á Old Trafford.


Tengdar fréttir

Van Gaal reiður við fjölmiðla

Eftir tap Man. Utd gegn Southampton um síðustu helgi fór sú saga á kreik að Louis van Gaal hefði boðist til þess að hætta sem stjóri Man. Utd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira