Sport

Svona fór frostleikurinn með leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fingurnir á Chancellor eru ekkert sérstaklega glæsilegir.
Fingurnir á Chancellor eru ekkert sérstaklega glæsilegir. mynd/instagram

Það eru liðnar þrjár vikur frá einum kaldasta leik í sögu NFL-deildarinnar og leikmenn eru enn að jafna sig.

Þá tók Minnesota Vikings á móti Seattle Seahawks. Hitastigið fór í mínus 30 gráður meðan á leik stóð.

Ekki léku allir leikmenn með hanska og kuldinn tók svo sannarlega toll á leikmönnum.

Hinn grjótharði varnarmaður Seattle, Kam Chancellor, sýndi á Instagram hversu illa fingur hans fóru í leiknum. Hann er enn að jafna sig og virðist eiga nokkuð í land miðað við myndbandið hér að neðan.

Kanslarinn gat þó huggað sig við að hans lið vann þennan leik þó svo liðið færi reyndar ekki lengra en það að þessu sinni.

cold football facts... #iguannaskin #eww #Wildcardgame #Commitment #hardworkinghands

A video posted by Kameron Chancellor (@bambamkam) on

NFL

Tengdar fréttir

Sex ára krakkar hughreystu "klaufann" og fengu heimsókn að launum

Blair Walsh, sparkari NFL-liðsins Minnesota Vikings, átti mjög bágt eftir tap liðsins í úrslitakeppninni um síðustu helgi enda klúðraði hann algjöru dauðafæri þegar hann gat tryggt sínu liði sigur og sæti í næstu umferð úrslitakeppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira