Innlent

SFR og SÁÁ undirrituðu nýjan kjarasamning

SÁÁ rekur meðal annars sjúkrahúsið Vog.
SÁÁ rekur meðal annars sjúkrahúsið Vog. Vísir/E.ÓL

Nýr kjarasamningur á milli SFR og SÁÁ var undirritaður hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi , en hann nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Hann verður nú borinn undir félqagsmenn og á niðurstaða að liggja fyrir 12. febrúar.

Samningurinn mun vera á álíka nótum og samningur sem gerður var nýverið við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Fleiri fréttir

Sjá meira