Enski boltinn

Koeman reifst við Wenger eftir leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ronald Koeman var ekki ánægður með hegðun Arsene Wenger eftir að lið þeirra, Southampton og Arsenal, skildu jöfn í markalausum leik í gær ef marka má enska fjölmiðla.

Eftir leikinn mun Wenger, stjóri Arsenal, hafa gefið sig á tal við Lee Mason, dómara leiksins, og Craig Pawson, fjórða dómara, um ákvarðanir sem voru teknar í leiknum.

Sjá einnig: Arsenal mistókst að vinna í fjórða deildarleiknum í röð

„Það er alltaf sama sagan með þig,“ á Wenger að hafa sagt við dómarana áður en að Koeman blandaði sér í málið.

„Og það er alltaf sama sama sagan með þig,“ mun Koeman hafa sagt og beint orðum sínum að Wenger. „Þú fékkst tíu tækfæri til að skora í leiknum og nýttir ekkert þeirra. Af hverju ertu að skamma þá?“

Arsenal er eftir jafnteflið fimm stigum á eftir toppliði Leicester, sem vann 2-0 sigur á Liverpool í gær, og situr nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×