Íslenski boltinn

Óli Jóh: Við nánast gátum ekki neitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar

„Þetta var frekar dapur leikur. Ég verð að viðurkenna það,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir skellinn gegn Leikni í úrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.

„Við nánast gátum ekki neitt, því miður. Þetta er úrslitaleikur og það á ekki að þurfa að biðja menn um að leggja sig fram í honum. Það var eitthvað sem fór úrskeiðis. Við höfum spilað þetta mót ágætlega fyrir utan þennan leik en það færir okkur ekki neitt. Þetta var skipbrot.“

Sjá einnig: Sjáðu glæsimark Ingvars og öll hin mörkin

Valur komst yfir í leiknum en náði ekki að fylgja því eftir.

„Ég veit ekki hvort við misstum hausinn. Stundum gengur bara ekki neitt upp.“

Ólafur segist vera í leikmannaleit fyrir sumarið enda var hann án framherja í kvöld.

„Við erum búnir að fá einn senter en hann er ekki orðinn löglegur. Eigum við ekki að segja að við náum okkur í einn senter í viðbót. Líka einn miðjumann og ef vel liggur á mönnum niður á Hlíðarenda þá líka einn varnarmann.“

Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Leiknir Reykjavíkurmeistari

Leiknismenn tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með öruggum sigri á Valsmönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira