Innlent

Fjórtán ára drengur fannst eftir umfangsmikla leit

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/stefán

Unglingspiltur fannst heill á húfi á höfuðborgarsvæðinu um klukkan hálf fjögur í nótt, eftir að umfangsmikil leit hófst að honum upp úr miðnætti.

Pilturinn, sem á við veikindi að stríða, yfirgaf sjúkrahús, sem hann dvelur á,  um kvöldmatarleytið og þegar hann hafði ekki skilað sér um miðnætti, voru björgunarsveitir kallaðar út og voru sporhundar einnig notaðir við leitina.

Leitarmenn voru orðnir hátt í eitt hundrað þegar pilturinn fannst heill á húfi og var hann aftur lagður inn á sjúkrahúsið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira