Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp þrjú í mikilvægum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann í leik með Charlton á dögunum.
Jóhann í leik með Charlton á dögunum. Vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson átti stórleik í 4-1 sigri Charlton á Rotherham í ensku B-deildinni í dag en Jóhann lagði upp þrjú af fjórum mörkum Charlton.

Charlton mátti ekki við því að tapa fleiri stigum og fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Simon Makienok skoraði á 4. mínútu leiksins.

Igor Vetokele bætti við öðru marki Charlton stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Jóhanns.

Makienok var aftur á ferðinni á 69. mínútu eftir sendingu Jóhanns áður en Ademola Lookman gerði út um leikinn með fjórða marki Charlton eftir sendingu frá Jóhanni.

Charlton náði með sigrinum að saxa á Rotherham sem situr í 21. sæti en Charlton er enn í fallsæti að 29. umferðum loknum.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum í 3-2 sigri á Huddersfield á útivelli en Aron lék síðasta korter leiksins.

Cardiff heldur áfram að berjast um sæti í umspilinu en velska liðið er þremur stigum frá umspilssæti að 29. umferðum loknum.

Þá lék Eggert Jónsson allan leikinn í 1-2 tapi Fleetwood Town gegn Bradford á útivelli í kvöld en Eggert fékk gult spjald í leiknum.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira