Sport

Auðvelt hjá Serenu og Federer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Williams hefur sex sinnum unnið Opna ástralska í tennis.
Williams hefur sex sinnum unnið Opna ástralska í tennis. Vísir/Getty

Serena Williams og Roger Federer eru bæði komin áfram í þriðju umferð Opna ástralska meistarmótsins í tennis, fyrsta risamóti ársins sem hófst nú á mánudag.

Williams hafði betur gegn Hsieh Su-Wei frá Taívan, 6-1 og 6-2, og þurfti ekki mikið að hafa fyrir sigrinum eins og tölurnar bera með sér.

Williams er efsta kona heimslistans en Maria Sharapova, sem er í fimmta sæti, komst einnig áfram eftir öruggan sigur á Aliaksandra Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi, 6-2 og 6-1.

Sjá einnig: Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu

Williams mætir Daria Kasatkina frá Rússlandi í 3. umferð mótsins og Sharapova leikur gegn hinni bandarísku Lauren Davis.

Í karlaflokki vann Federer sigur á Úkraínumanninum Alexandr Dolgopolov, 6-3, 7-5 og 6-1. Federer mætir í næstu umferð Grigor Dimitrov frá Búlgaríu.

Síðar í dag mætir Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, Frakkanum Quentin Halys í sinni viðureign í 2. umferð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira